Samþykki lántöku upp á 5,7 milljarða

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Borgarstjóri hefur lagt fram tillögu þess efnis að borgarstjórn samþykki lántökur á næsta ári að upphæð allt að 5.714 milljóna króna vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga.

Gert er ráð fyrir að fjármögnunin verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu.

Þetta kemur fram í fundargerð.

„Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert