Rafmagn aftur komið á

Þessi mynd var tekin í myrkrinu í Hafnarfirði í kvöld.
Þessi mynd var tekin í myrkrinu í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Raf­magn er nú aft­ur komið á í Hafnar­f­irði, Garðabæ og á Álfta­nesi. Um það bil helm­ing­ur Hafn­ar­fjarðar var raf­magns­laus um stund­ar­sak­ir nú í kvöld og hluti Garðabæj­ar og Álfta­ness. 

Raf­magns­laust er á öll­um Suður­nesj­um sem stend­ur en viðgerðar­menn HS Veitna og Landsnets eru að störf­um við viðgerðir.

Uppfært kl. 22:26:

Á Facebook-síðu Landsnets kemur fram að Suðurnesjalína 1 sé komin aftur inn og að rafmagn sé komið á á stórum hluta Reykjanesbæjar. Þar kemur einnig fram að rafmagn verði vonandi komið á um allt Reykjanes fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert