Byggingarmagn við Kringluna aukið um 150%

Samkvæmt vinningstillögunni verður byggt upp meðfram Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni sem ...
Samkvæmt vinningstillögunni verður byggt upp meðfram Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni sem og á horninu við Verzlunarskólann. Dómnefndin tók hins vegar ekki vel í hugmyndir um aukna byggð ofan á Kringlunni sjálfri og taldi torgið austan við Hús verslunarinnar of stórt. Teikning/Kanon arkitektar

Heildarbyggingarmagn á Kringlureitnum gæti aukist um 150%, eða sem nemur 150 þúsund fermetrum, á komandi árum gangi áform eftir í tengslum við vinningstillögu fyrir svæðið sem kynnt var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Gert er ráð fyrir 400-600 íbúðum á svæðinu, og jafnvel fleirum, auk þess að stækka verslunarhúsnæði Kringlunnar sjálfrar og bæta við verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Í heild er horft til þess að á milli 1 og 2 þúsund manns geti unnið á reitnum.

Það voru Kanon arkitektar sem áttu vinningstillöguna, en fimm stofur höfðu verið valdar til að taka þátt í samkeppninni sem haldin var af fasteignafélaginu Reitum, sem á stærstan hlut eigna á svæðinu, og Reykjavíkurborg.

Úr turnabyggð í randbyggð

Hjálmar Sveinsson, formaður dómnefndar og borgarfulltrúi, segir í samtali við mbl.is að vinningstillagan sýni fram á heilmikla uppbyggingarmöguleika á Kringlusvæðinu. Eldri tillögur fyrir svæðið hafi gert ráð fyrir mikilli turnabyggð, en nýja tillagan sýni fram á verulega aukið byggingarmagn með 400-600 íbúðum eða fleirum í klassísku borgarskipulagi.

Vísar hann þar til þess að uppbygging á svæðinu samkvæmt vinningstillögunni er svokölluð randbyggð, eða ferningar utan um inngarða. Slík dæmi er meðal annars að finna í gamla Vesturbænum og Norðurmýri auk þess að vera vel þekkt í evrópskum borgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Barcelona.

Á tillögunni eru stoppistöðvar fyrir borgarlínu sýndar við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en Hjálmar segir að einnig sé möguleiki á að slík stöð væri færð inn á sjálft Kringlusvæðið. Þá segir hann mikilvægt að við deiliskipulagsvinnu verði farið í að opna svæðið út í nærliggjandi hverfi fyrir gangandi umferð. „Þetta má ekki verða eins og lokað virki inn í borginni,“ segir hann, en í dag er aðgengi að Kringlureitnum að mestu með bílaumferð.

Vinningstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Vinningstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Úr 100.000 fm í 250.000 fm

Friðjón Sigurðarson hjá Reitum segir í samtali við mbl.is að vinningstillagan geri ráð fyrir um 180 þúsund fermetrum í nýbyggingar, en að dómnefndin hafi talið nokkrar byggingar óraunhæfar fyrir heildarmyndina. Þetta séu byggingar sem myndi svokallaðan krans um Kringluna sjálfa. Segir hann að með því að fækka þeim verði heildarmagn nýbygginga um 150 þúsund fermetrar, en á reitnum í dag eru um 100 þúsund fermetrar byggðir, „sem er gisið nýtingarhlutfall,“ segir Friðjón.

Byggðin er svokölluð randbyggð, en slík byggð er hugsuð sem ...
Byggðin er svokölluð randbyggð, en slík byggð er hugsuð sem ferningar með inngarði. Teikning/Kanon arkitektar

Hlutverk svæðisins gæti breyst

Hann segir tengingu við borgarlínu geta breytt hlutverki svæðisins. Þannig gæti það orðið að meiri samblöndu af verslunar- og menningarmiðstöð með lengri afgreiðslutíma. Þrátt fyrir það segir hann að verslunarmiðstöðin þurfi að hafa góðar tengingar fyrir bílaumferð og fjölda stæða og horft verði til þess við alla hönnun. Miklir bílakjallarar muni vera undir öllu svæðinu og segir hann að helsti flöskuháls uppbyggingarinnar geti verið umferðartengingar við helstu umferðaræðar.

Friðjón reiknar með að skipulagsrammi fyrir svæðið verði kláraður strax á fyrri hluta næsta árs og svo verði farið í deiliskipulagsáfanga í kjölfarið. Segist hann vona að vinna við svæðið geti svo hafist fyrir 2020.

Vinningstillöguna má skoða nánar á vef Reykjavíkurborgar.

Vinningshafarnir frá Kanon arkitektum.
Vinningshafarnir frá Kanon arkitektum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

08:59 Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut nú fyrir skömmu. Sjúkrabílar, lögreglubílar og slökkviliðsbíll hafa verið sendir á staðinn og hefur lögregla lokað Miklubraut frá Grensásvegi austur. Meira »

Mælirinn datt út í Hamarsfirði

08:32 Fjöldi vega um landið er enn lokaður vegna óveðurs og ófærðar. Vegagerðin er byrjuð að moka á Norðurlandi, en fyrir austan Akureyri er beðið með mokstur vegna óveðurs. Holtavörðuheiði er einnig enn lokuð. Meira »

Kosið um nýja forystu Bjartrar framtíðar

08:20 Kosið verður um nýja forystu hjá Bjartri framtíð í dag á aukaráðsfundi sem fram fer á Hótel Cabin. Kosið verður um embætti formanns flokksins og stjórnarformanns, en um síðustu mánaðarmót hætti Óttarr Proppé sem hafði verið formaður flokksins og Guðlaug Kristjánsdóttir sem var stjórnarformaður. Meira »

Fæðingum á landsvísu hefur fækkað

08:18 Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildum stærstu sjúkrahúsa á landinu hefur fæðingum eilítið fækkað á milli ára. Á þessu ári hafa fæðingar verið um 3.340 talsins en voru um 3.360 á sama tíma í fyrra. Meira »

Lögsækir heilabilaðan öryrkja

07:57 Lýður Ægisson, 69 ára gamall öryrki með heilabilun og hreyfihömlun, fékk fyrr í vikunni átta daga frest til að greiða rúmlega einnar og hálfrar milljónar króna kröfu hjúkrunarheimilisins Eirar, þar af er hálf milljón í vexti. Meira »

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

07:37 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austanverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Dregur úr skattbyrðinni

05:30 Hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi var 36,4% í fyrra, sem skilaði landinu í 15. sæti OECD-ríkja. Alls 35 ríki eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Léku í auglýsingu Iceland-keðjunnar

05:30 Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip breska verslunarkeðjan Iceland Foods tækifærið og fór í auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem landsliðsmennirnir komu við sögu. Meira »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi úr stjórn Pressunnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Postulín og silfurvörur.
Postulín og silfurvörur Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...