Jötunmenni dulinna afla

Baldvin Z leikstjóri, til vinstri, Erla Sveinsdóttir, seinni kona Reynis ...
Baldvin Z leikstjóri, til vinstri, Erla Sveinsdóttir, seinni kona Reynis Leóssonar, og börn þeirra Reynis, Örn og Linda Björg, fyrir forsýninguna myndarinnar á Akureyri í gær. Almennar sýningar hefjast á morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Áhorfendur hljóta að velta því fyrir sér eftir að hafa séð myndina hvort sögupersónan hafi að öllu leyti verið af þessum heimi. Kraftarnir voru nánast yfirnáttúrulegir og spurningin er því sú hvort dulin öfl hafi búið með manninum,“ segir Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður.

Í fyrrakvöld var í Smárabíói í Kópavogi og Borgarbíói á Akureyri í gærkvöld forsýnd heimildarmyndin Reynir sterki – almennar sýningar á myndinni hefjast í kvikmyndahúsum á morgun, föstudag.

Lyfti björgum og braust úr hlekkjum

Í myndinni er sögð saga Reynis Arnar Leóssonar aflraunamanns, sem nafntogaður var á sínum tíma. Sem strákur heyrði Baldvin sögur af afrekum Reynis, sem lyfti björgum, sleit 6,1 tonns keðju og braust úr hlekkjum í fangaklefa og þaðan út. Alls setti Reynir þrjú heimsmet sem komust í bók Guinness og standa enn.

„Þegar ég fór út í kvikmyndagerð ákvað ég fljótt að gera mynd um Reyni. Ég vann heimildavinnuna og tók fyrstu viðtölin árið 2009 og eftir það en inn á milli komu tímar sem ég sinnti þessu lítið,“ segir Baldvin. „Nálgunin á efnið breyttist eftir því sem tímar liðu. Á fyrstu stigum ræddi ég meðal annars við lækna, sálfræðinga og presta um þessa ótrúlegu krafta Reynis og skýringar á þeim. Svo fræðandi nálgun gekk ekki upp þegar vinnsla myndarinnar hófst svo ég varð að fara aðra leið.“

Efni sem nýttist Baldvini var meðal annars heimildamyndin Sterkasti maður heims sem Reynir lét gera um sjálfan sig og kostaði talsverðu til. Þá var ýmislegt efni einnig tiltækt í safni RÚV. En mest munaði þó um viðtölin við til dæmis systkini Reynis, fyrrverandi eiginkonu hans og börn.

Reynir var ekki allra

Reynir braust úr keðjum, fangaklefa og höndum fílefldra laganna varða ...
Reynir braust úr keðjum, fangaklefa og höndum fílefldra laganna varða í Keflavík.


„Fólk var yfirleitt tilbúið að ræða við mig, en sumir höfðu fyrirvara því Reynir var ekki allra,“ segir Baldvin. Hann telur að í æsku hafi Reynir um margt verið afskiptur og verið misþyrmt í sveit í Svarfaðardal. Það hafi sett varanlegt mark á drenginn, sem í sveitinni fékk þó einhverja vitrun – kannski guðlega – og áhrifin af henni vörðu alla tíð.

„Prestur sem ég talaði við sagði að biblíusögurnar greindu frá mörgum sem hefðu fundið guðleg áhrif eftir áföll í æsku. Sú var ef til vill raunin með Reyni, sem af mörgum var lítils metinn og sagður svikull og óheiðarlegur. Kjarninn er samt sá að Reynir var rótlaus maður, sem í dag hefði mögulega fengið greiningar um ofvirkni og athyglisbrest og hjálp samkvæmt því. En allar sögurnar sem viðmælendur segja eru frá þeim sjálfum, svo þetta er allt frá fyrstu hendi,“ segir Baldvin um Reyni, sem lengi bjó suður með sjó, starfaði þar sem vörubílstjóri og við járnsmíðar. Fékkst einnig við ýmsar uppfinningar svo sem á útblástursbúnaði fyrir bifreiðir, sem hann meðal annars kynnti forsvarsmönnum Volvo í Svíþjóð.

Skilaboð af miðilsfundi

„Í þessari vegferð hef ég fundið sterkt fyrir nærveru Reynis. Þegar ég hóf gerð myndarinnar hafði ég samband við Erlu Sveinsdóttur, seinni konu Reynis, sem af miðilsfundi kom með þau skilaboð frá honum að ég skyldi fá myndefnið sem til væri og gera myndina, en ekki aðrir þeir sem höfðu bankað upp á. Það ætti að bíða með málið og eftir unga manninum, sem var ég. Linda dóttir þeirra sagði mér líka af því að ákvörðun um ákveðið atriði í myndinni hefði verið föður sínum að skapi,“ segir Baldvin um samfylgd sína við jötunmennið Reyni sterka.

Innlent »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...