Talsverð vinna bíður þingflokksformanna

Nóg verður að gera hjá formönnum þingflokka næstu dagana.
Nóg verður að gera hjá formönnum þingflokka næstu dagana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, heldur í dag fund með formönnum allra átta þingflokkanna sem nú eiga kjörna fulltrúa á Alþingi.

„Ég hef boðað til fyrsta fundar með nýjum formönnum allra þingflokka, til þess að fara yfir það sem framundan er, aðallega á praktískum nótum, þannig að það verða þó nokkuð margir dagskrárliðir á fundinum,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag.

Steingrímur segir að þetta hafi verið gert með svipuðum hætti í fyrra. „Það bíður þingflokksformannanna talsverð vinna, alveg burtséð frá því hvernig gengur með ríkisstjórnarmyndun. Það þarf að fara að undirbúa samninga um kosningar í nefndir Alþingis og undirbúa dagskrá fyrir 1. desember, svo ég nefni eitthvað,“ segir Steingrímur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert