Rannsaka áhrif höfuðhöggs á íþróttakonur

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir læknir.
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir læknir. Ljósmynd/Aðsend

Nú er að hefjast yfirgripsmikil rannsókn á áhrifum heilahristings og höfuðhögga á sálfræðilega þætti og starfsemi heiladinguls í íslenskum íþróttakonum. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi á íþróttamönnum. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, og María Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur og dósent við HR, standa fyrir rannsókninni.

Helga hefur gert framsýna rannsókn á áhrifum höfuðhöggs á heiladingul á sjúklingum Landspítalans sem hefur vakið athygli erlendis og niðurstöður hennar eru væntanlegar í læknatímaritinu The Brain.

Er í lagi að börn skalli bolta?

„Áhrif höfuðhöggs í íþróttum á heiladingul hefur lítið verið rannsakað. Við vitum að varanleg heiladingulsbilun getur orðið hjá allt að 11-67% þeirra sem fá höfuðhögg skv. nýlegum rannsóknum. Það hlýtur að vera sama hlutfall hjá þeim sem fá höfuðhögg í íþróttum en þetta vitum við ekki með vissu og ætlum að skoða,“ segir Helga. Hún bendir á að það sé mikilvægt að rannsaka t.d. hvort það sé í lagi eða ekki að börn sem eru að vaxa skalli bolta af fullum þunga og hvaða áhrif mörg höfuðhögg geta haft.

Liðin Fram og ÍBV eigast við í handbolta kvenna.
Liðin Fram og ÍBV eigast við í handbolta kvenna. mbl.is/Árni Sæberg

Þekking og rannsóknir á áhrifum höfuðhöggs á heiladingul hefur vaxið upp úr síðustu aldamótum. Enn sem komið er eru ekki komnar alþjóðlegar ráðleggingar um eftirfylgni fyrir fólk sem hefur orðið fyrir höfuðhöggi. Mörgum spurningum er enn ósvarað til dæmis hversu alvarlegt og hvers eðlis þau þurfa að vera svo einstaklingur þurfi eftirfylgni og einnig skiptir máli að finna út hvað þarf að meta til að finna út hver fær heiladingulsbilun og hver ekki.

Helga segir brýnt að slíkar ráðleggingar og eftirfylgni verði gefnar út og til að unnt sé að gera slíkt verði fyrst að rannsaka þetta vel. Hún bindur vonir við að þessi rannsókn muni stuðla að því að slíkt verði gerði gert í kjölfarið. „Við viljum líka vekja athygli á þessu með öryggi íþróttamanna í fyrirrúmi en höfuðhögg gæti haft áhrif á allt líf þeirra,“ segir Helga.

Knattspyrna kvenna.
Knattspyrna kvenna. mbl.is/Eggert

Höfuðverkur, magnleysi og framtaksleysi

Í úrtaki rannsóknarinnar verða að minnsta kosti 50 íþróttakonur á aldrinum 30-45 ára úr handknattleik og knattspyrnu sem hafa fengið höfuðhögg. Mögulega verða einnig íþróttamenn í úrtakinu. Í rannsókninni verða skoðaðir sálfræðilegir og taugasálfræðilegir þættir og lögð fyrir sálfræðipróf þar sem spurningalistinn er víður, til dæmis verður spurt um áhrif höfuðhöggs á líðan þeirra og reynt að meta snerpu og viðbragðsflýti. Í þriðja hlutanum verða konur valdar úr og þeim boðið til rannsóknar á mögulegum hormónaskaða vegna heiladingulsbilunar eftir höfuðhögg.

Við höfuðhögg og heilahristing getur einstaklingur setið uppi með höfuðverk, magnleysi, þrotleysi, framtaksleysi o.fl. Helga bendir á að það sé ekki gott að fá höfuðhögg hvað þá að fá fleiri skömmu seinna.

„Það getur verið erfitt að greina á milli skaða á heilafrumum eða hvort um eiginlegan hormónaskort sé að ræða líka. Það verður ekki greint nema með því að skoða það og taka hormónamælingar. Það er ekki hægt að greina slíkt með viðtölum eða líkamsskoðunum,“ segir Helga og bætir við: „Við teljum að við séum að gera rannsókn sem hafi aldrei verið gerð áður á þessu á þennan mælikvarða.“ 

Verkefnið hefur hlotið veglegan styrk úr Vísindasjóði Landspítalans en verkefnið þarf fleiri styrki, að sögn Helgu og er nú unnið að því að fjölga styrkumsóknum.  

Er óhætt að ung börn skalli bolta af fullum krafti?
Er óhætt að ung börn skalli bolta af fullum krafti?
mbl.is

Innlent »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Þingsetningin má bíða í nokkra daga

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að senn komi að því að taka þurfi ákvörðun um að kalla Alþingi saman, en sá tími sé samt sem áður ekki runninn upp. Meira »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Þurfti að þíða bremsur póstbílsins

05:30 Heitt vatn á brúsum þurfti til að þíða frosnar loftbremsur póstflutningabíls sem festist í Hæðarsteinsbrekku, efstu brekkunni sunnan á Holtavörðuheiði, í fyrrakvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...