Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Verið er að hreinsa vegi víða um land en það eru hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu. Á Suður- og Vesturlandi er snjór á flestum vegum. 

Hálka og snjóþekja er á Vestfjörðum og þæfingsfærð á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er víðast hvar nokkur hálka á vegum, eins á Austurlandi en þó er mikið autt niðri á fjörðum. Hálka eða snjóþekja er svo með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert