Nýjar brýr byggðar í Öræfum

Slysagildrum mun fækka með nýjum og tvíbreiðum brúm.
Slysagildrum mun fækka með nýjum og tvíbreiðum brúm. mbl.is//Helgi Bjarnason

Framkvæmdir við nýjar brýr yfir Hólá og Stigá í Öræfum hefjast á næstunni. Hinar nýju brýr verða tvíbreiðar og leysa af hólmi einbreiðar brýr, sem hafa verið slysagildrur. Þess er skemmst að minnast að banaslys varð á brúnni yfir Hólá á annan dag jóla 2015.

Framkvæmdin er liður í að fækka einbreiðum brúm á hringveginum. Þær eru nú alls 39, þar af 21 á veginum frá Vík í Mýrdal í Hornafjörð.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er reiknað með að framkvæmdir við hjáleiðir hefjist næstu daga. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í Vík mun svo mæta á staðinn seinni partinn í nóvember.

Nýlega voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í smíði stálbita fyrir nýju brýrnar. Fjögur tilboð bárust og átti Stálgæði ehf. í Kópavogi lægsta boðið, 19,3 milljónir. Aðrir bjóðendur voru Grímur ehf., vélaverkstæði, Húsavík, Munck Íslandi ehf., Kópavogi, ogVélsmiðja Suðurlands ehf., Selfossi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 12. febrúar 2018. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert