Há rafleiðni og gas mælist við Múlakvísl

Múlakvísl rennur um sanda og því getur farvegur hennar verið …
Múlakvísl rennur um sanda og því getur farvegur hennar verið djúpur og breyst hratt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl. Rafleiðnin hefur verið að hækka verulega síðustu tvo daga og mælist nú 430 míkrósímens/cm á meðan lítið vatn er í ánni.

Á sama tíma í dag hefur brennisteinsvetni (H2S) mælst í hlíðum Láguhvola og sýna mælar styrkleika í kringum 1 ppm, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Nokkuð líklegt er að hærri gildi mælist nær ánni en þau geta valdið óþægindum. Fólki er ráðlagt að vera ekki í nágrenni við ána að óþörfu og varast lægðir í landslagi að sögn Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert