Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/Rax

Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga einna erfiðustu aðstæður við eldfjöll á Íslandi. Gerð rýmingaráætlana fyrir þetta svæði hefur nú verið flýtt vegna þeirrar auknu virkni sem hefur verið í jöklinum síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Frá því að tilkynning barst um torkennilega lykt við Kvíá og síðan sigketill myndaðist í öskju Öræfajökuls undir lok síðustu viku hafa verið haldnir reglulegir fundir með ábyrgðaraðilum í sveitarfélaginu Hornafirði.

Ásamt bæjarstjóranum, Birni Inga Jónssyni, sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar, hafa fundina setið lögreglumenn á Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og yfirstjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Einnig hafa fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verið á fundunum.

Rætt hefur verið um stöðuna og upplýsingar frá vísindamönnum metnar með tilliti til öryggis íbúa, ferðamanna og annarra sem dvelja eða fara um það svæði sem talið er í hættu af flóðum frá Öræfajökli. Það nýlega hættumat sem liggur fyrir hefur reynst ákaflega mikilvægt í öllu mati á ástandinu, segir í tilkynningunni.

Horft til tveggja verkþátta við gerð rýmingaráætlana

Fyrir um tveim vikum voru haldnir íbúafundir á svæðinu þar sem farið var yfir þau verkefni sem fram undan eru varðandi rýmingaráætlanir og önnur viðbrögð sem nauðsynleg eru. Ekki hafði verið reiknað með að vinna við þessar áætlanir fyrr en seinni hluta næsta árs. Vegna þeirrar aukni virkni sem nú er staðreynd hefur vinnunni hins vegar verið flýtt.

Hér sést sigketillinn vel.
Hér sést sigketillinn vel. Mynd/Ágúst J. Magnússon

Við gerð rýmingaráætlana er horft til tveggja verkþátta; áætlunar um neyðarrýmingu þar sem eldgos hefjist nánast fyrirvaralaust og enginn tími gefist til undirbúnings og hins vegar rýmingaráætlunar í fjórum þáttum þar sem hægt væri að vinna skipulega að rýmingu. 

Slík áætlun væri í meginatriðum í fjórum fösum:

Stig a:

• Slóðum og vegum frá þjóðvegi 1 lokað
• Ytri lokanir settar upp
• Lokað inn á svæðið frá Lómagnúp í vestri og Jökulsárlóni i austri
• Eingöngu íbúum, vísindamönnum, viðbragðsaðilum, flutningabílum og annarri nauðsynlegri umferð hleypt inn fyrir
• Flutningur á búfé undirbúinn

Stig b:
• Allir ferðamenn og aðrir sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á svæðinu látnir yfirgefa það
• Búfé flutt á brott
• Lokað fyrir alla umferð inn á svæðið annarra en viðbragðsaðila og vísindamanna

Stig c:
• Allsherjarrýming svæðisins

Stig d:
• Lokanir færðar vestar og austar með tilliti til spár um öskufall
• Rýmingarsvæði endurmetið með tilliti til spár um öskufall

Hugsanlegt að komi til rýmingar án eldgoss

Lykilaðilar við gerð og útfærslu rýmingaráætlana eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á rýmingarsvæðinu og í næsta nágrenni.

Eins og sjá má á þessum verkþáttum og væntanlegu umfangi þeirra kallar þetta á stöðuga vöktun og mat á aðstæðum. Möguleiki er á að gripið verði til rýmingar eða a.m.k. hluta af ofangreindu ferli eftir þróun atburðarásar og rýming síðar afturkölluð, án þess að til eldgoss komi. Við slíku er eðlilegt að búast þegar horft er til hættunnar og þess stutta tíma sem gefst til rýmingar þegar eldgos er hafið.

Nú þegar liggur fyrir áætlun um hvernig skilaboðum verði komið til þeirra sem eru á rýmingarsvæðinu og virkjun neyðaráætlunar um rýmingu verður háttað. Á næstu dögum verður unnið með heimamönnum í Öræfum að útfærslu hennar. Jafnframt verður mikill kraftur lagður í gerð rýmingaráætlunar byggðrar á þeim fjórum stigum er hér að framan greinir. Innlegg heimamanna skiptir þar mestu.

Lögreglumenn munu áfram sinna sérstöku eftirliti á svæðinu sem m.a. felur í sér aðstoð við mælingar vísindamanna þar til síritandi eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...