Leigubílstjóri óskaði aðstoðar vegna farþega

mbl.is/Hjörtur

Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílsstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rétt fyrir sex í morgun var tilkynnt um átök á milli manna fyrir utan skemmtistað í Kópavogi en þegar lögregla kom á vettvang voru átökin yfirstaðin og ekki neinar kröfur af hendi málsaðila.

Á svipuðum tíma var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna samkvæmishávaða frá íbúð í fjölbýli í Breiðholti en þegar lögreglu bar að garði var allt orðið rólegt og ekki þörf á frekari aðgerðum lögreglu.

Þá var tilkynnt um tvö innbrot í bíla í morgun, annars vegar í Breiðholti og hins vegar Árbæ. Í fyrra innbrotinu voru einhver verðmæti tekin úr bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert