Vill að bankaráð ræði símtalið

Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands.
Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands. mbl.is/Ómar

Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag.

Frétt mbl.is: Ræddu örlög bankakerfisins

Björn Valur sagði í kvöldfréttum RÚV að nauðsynlegt væri að rannsaka hvort og þá hvernig trúnaðargögn hefðu lekið úr bankanum til fjölmiðla.

Í sím­talinu milli Davíðs Odds­son­ar, for­manns banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands og nú­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, og Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra, sem átti sér stað skömmu fyr­ir há­degi 6. októ­ber 2008, má sjá að í fyrri sam­skipt­um þeirra í milli hafi for­sæt­is­ráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. End­ur­rit þetta hef­ur aldrei komið fyr­ir augu al­menn­ings fyrr en í gær þegar Morg­un­blaðið birt­i það í heild sinni.

Björn Valur er fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstri-grænna og situr nú í bankaráðinu. Að hans mati þarf að fá á hreint að endurritið sé hið raunverulega samtal og þá allt samtalið. Að hans sögn hefur bankaráðið aldrei heyrt samtalið, allavega ekki í hans fjögurra ára tíð. Hann hafi staðið í þeirri trú að upptakan væri hvergi til nema í bankanum.

„Sé svo að þarna sé um afrit af trúnaðarsímtali innan bankans að ræða þurfum við auðvitað að ræða það hvernig í ósköpunum þetta barst til fjölmiðla og hvort það sé í raun og veru mögulegt að fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans hafi tekið þetta gagn ófrjálsri hendi úr bankanum, og jafnvel fleiri – það hafa fleiri símtöl verið hljóðrituð án vitundar viðmælenda úr Seðlabankanum, allavega á þessum tíma,“ sagði Björn Valur í kvöldfréttum RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert