Deilt um nokkur lykilatriði

Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.
Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag og fór þá fram skýrslutaka af ákærða og vitnum. Aðalmeðferðin mun halda áfram á morgun þegar málflutningur saksóknara og verjanda fer fram.

Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið og málareksturinn, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða.

Óumdeilt er að Sveinn Gestur fór að heimili Arnars um kvöldið 7. júní á þessu ári ásamt Jóni Trausta Lútherssyni, tveimur bræðrum sem meðal annars komu við sögu í skotárásarmáli í Breiðholti í fyrra, starfsmanni Sveins og vinkonu Jóns Trausta.

Komið var á tveimur bílum og keyrt upp heimreiðina að Æsustöðum í Mosfellsdal að heimili Arnars og unnustu hans, en ellefu dögum áður höfðu þau eignast dóttur. Sveinn sem og allir sem komu með honum hafa sagt að þau komu til að sækja verkfæri sem Arnar var með í láni hjá Sveini. Þó hefur verið talið að heimsóknin gæti hafa tengst rukkunarmáli, en Arnar skuldaði Sveini einhvern pening, en ekkert kom þó fram um það í aðalmeðferðinni í dag sem benti til þess að heimsóknin hafi verið rukkun.

Töldu Arnar ætla að sækja skotvopn

Ljóst er að Arnar kom til dyra og Sveinn fór inn. Auk þess komu bræðurnir á eftir þeim. Síðar var ákveðið að fara niður á neðri hæð hússins og út, en þar verða frásagnirnar nokkuð mismunandi.

Aðalmeðferð í máli Sveins Gests Tryggvasonar sem er ákærður fyrir ...
Aðalmeðferð í máli Sveins Gests Tryggvasonar sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tenglsum við andlát Arnars Aspars.

Sveinn sagði að Arnar hefði sett sig í ógnandi stöðu og byrjað að veitast að sér. Unnusta Arnars sagðist hafa séð flesta úr hópnum hópast kringum Arnar og aðrir sem höfðu komið með Sveini voru honum nokkuð samhljóma um að Arnar hefði verið með æsing. Nokkur stigsmunur var hins vegar á hversu æstan þau töldu hann hafa verið.

Endaði það með að Arnar fór inn í nærliggjandi fjós til og virðist sem hópurinn hafi talið að hann væri að sækja skotvopn sem þau töldu hann búa yfir. Arnar kom aftur á móti aftur með kúst eða kústskaft sem hann notaði til að berja á bílum þeirra sem komu.

Umdeilt hvort reynt hafi verið að keyra Arnar niður

Fór fólkið af vettvangi með að keyra niður heimreiðina við Æsustaði, en umdeilt er hvort að reynt hafi verið að keyra yfir Arnar áður. Sagði unnusta hans og afi, sem var viðstaddur í húsinu á þessum tíma, að reynt hefði verið að keyra á hann nokkrum sinnum. Að lokum hafi bíll skollið á honum og hann fallið í jörðina með þeim afleiðingum að keyrt var yfir fótinn á honum.

Bílunum var næst keyrt niður heimreiðina og var stöðvað við hliðið út að veginum. Þar kom að nágranni Arnars sem keyrði svo upp að bænum. Er hann lykilvitni ákæruvaldsins þegar kemur að meintri líkamsárás á Arnar sem síðar var gerð.

Ber öllum aðilum saman um að Arnar hafi síðar komið með járnstöng og farið niður heimreiðina á eftir fólkinu. Jón Trausti er svo af flestum, meðal annars sjálfum sér, sagður hafa farið af stað á móti Arnari vopnaður öryggishamri. Nágranni Arnars segir hins vegar að bæði Sveinn og Jón Trausti hafi farið á móti honum. Ljóst er að Jón Trausti afvopnaði Arnar og hann reyndi að snúa við og hlaupa upp brekkuna en skrikaði í mölinni.

Frásögnin verður nokkuð ósamhljóða

Þegar hér er komið við sögu verður frásögn vitna nokkuð ósamhljóða. Í grunninn má skipta því þannig að nágranninn, unnustan og afinn segi að Sveinn hafi stokkið á Arnar og komið honum á magann og síðan látið barsmíðar dynja á honum. Sveinn hafi svo legið með þunga á Arnari, en sú staða er helst talin hafa orsakað öndunarerfiðleika hjá Arnari vegna æsingaóráðs sem svo hafi valdið dauða hans.

Önnur vitni og ákærði segja hins vegar að Jón Trausti hafi farið fyrstur á móti Arnari og afvopnað hann. Sveinn sjálfur sagði að Jón Trausti hafi veitt Arnari alla áverkana og hann hafi svo komið að og ekki viljað meiri meiðsl og því tekið við að halda Arnari niðri, sem hann sagði hafa verið mjög æstan. Hann hafi hins vegar haldið honum niðri með að halda höndum hans fyrir aftan bak sitjandi klofvega á rassinum á honum, en slíkt ætti líklegast ekki að geta valdið þeim atriðum sem eiga að hafa leitt Arnar til dauða.

Saksóknari og verjandi í málinu í upphafi aðalmeðferðar.
Saksóknari og verjandi í málinu í upphafi aðalmeðferðar.

Jón Trausti sjálfur staðfesti að hafa fyrst farið af stað, en neitaði að hafa veitt Arnari nokkra áverka. Sagðist hann hafa notað áratuga reynslu sína af dyravörslu til að ná Arnari niður með svokölluðu „dyravarðataki“ sem eigi að koma í veg fyrir meiðsli.

Vísaði Jón Trausti meðal annars til þess að hvorki hefðu fundist áverkar á hnúum hans eða á hamrinum sem Sveinn hafði sagt að hann hefði ráðist að Arnari með. Staðfesti lögreglumaður að ekkert blóð hefði fundist á hamrinum.

Á reiki hvenær ljóst var að Arnar væri látinn

Nokkur vitnanna voru óljós í frásögn af þessum atriðum og sagðist enginn úr hópnum sem kom með Sveini hafa séð hann veita Arnari áverka.

Þá var einnig nokkuð á reiki hvenær ljóst hafi orðið að Arnar væri látinn, en nokkur úr hópnum sögðu Jón Trausta hafa sagt það eftir að Sveinn tók við takinu af honum og kom niður í bílana aftur til að sækja síma sinn og vatn. Jón Trausti tók hins vegar alveg fyrir það.

Sendi mynd á Snapchat eftir að Arnar lést

Jón Trausti fór aftur upp að Arnari og Sveini og tók mynd og sendi á Snapchat og sagði hann að á þeim tímapunkti hafi honum ekki verið ljóst að Arnar væri látinn. Sagði Jón Trausti að ef hann hefði vitað að Arnar væri látinn þá hefði hann ekki sent myndina og þá sagði saksóknari að á myndskeiðinu komi ekkert fram sem hljómi eins og vitað sé að Arnar sé hættur að anda.

Eftir að ljóst var að Arnar væri hættur að anda byrjaði Sveinn hjartahnoð. Sagðist hann hafa haldið því áfram þangað til lögreglan kom. Nágranninn sagði að Sveinn hafi legið lengi ofan á Arnari með hálstakið og lamið hann og að Arnar hafi löngu verið hættur að hreyfa sig áður en farið var að athuga með hvort hann andaði og að Sveinn hæfi hjartahnoð.

Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang og hélt áfram að reyna að hnoða Arnar auk þess sem Jón Trausti, vinkona hans og Sveinn voru handtekin. Höfðu hinir þrír farið af vettvangi, en voru handteknir við Korputorg. Sem fyrr segir var Sveinn einn ákærður í málinu.

mbl.is

Innlent »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Hermannabuxur
Hermannabuxur til sölu. Upplýsingar í síma: 8935005...
Jöklar - Hús fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskar aðstæður
Landshús býður upp á sterkan, hagkvæman og vel hannaðan húsakost fyrir þá sem vi...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....