Málsskjöl til Hæstaréttar á næstu dögum

Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson.
Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. mbl.is

Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður.

Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Í kjölfar þess fær Davíð Þór sem og allir verjendur sakborninga í málinu frest til að skila sínum greinargerðum. Að því loknu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja málið á dagskrá réttarins. Ljóst þykir að það mun þó ekki verða fyrr en á næsta ári.

„Ágripið er svo til tilbúið og ég vona að ég geti farið með það til Hæstaréttar í næstu viku,“ segir Davíð Þór í samtali við mbl.is. „Þetta mjakast áfram.“

Í greinargerðinni mun Davíð Þór setja fram sína kröfugerð í málinu með rökstuðningi. Hann segir þá vinnu nú senn fyrir höndum og að ekki sé tímabært að upplýsa hver hans nálgun verður í því sambandi. 

Óvíst hvernig Hæstiréttur mun taka á endurupptöku

Í apríl sagði Davíð Þór í samtali við mbl.is að í grein­ar­gerðinni myndi hann taka af­stöðu til þess hvaða kröf­ur hann myndi gera. „Einn mögu­leik­inn er sá að krefjast þess að sak­fell­ing­arn­ar standi, eða eft­ir at­vik­um að fallið verði frá viðkom­andi ákæru­liðum eða ég fall­ist á sýknu­kröfu sem gera má ráð fyr­ir að beiðend­ur muni setja fram,“ sagði Davíð Þór í apríl. „Þá get­ur þurft að taka af­stöðu til álita­efnda sem vakna vegna stöðu end­urupp­töku­nefnd­ar sem stjórn­sýslu­nefnd­ar og hvort og í hvaða skiln­ingi Hæstirétt­ur er bund­inn af niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar.“

Hann sagði í samtali við mbl.is í morgun að enn væri alls óvíst hvernig Hæstiréttur tæki á málinu. Sú ákvörðun verði tekin út frá þeim kröfugerðum sem lagðar verða fram. „Það er ekki tímabært að velta því mikið fyrir sér.“

Davíð segir að líklega séu allir sammála um það að taka þurfi málið sem fyrst fyrir á nýju ári. „En engu að síður þegar mál eru svona stór og umfangsmikil er oft erfitt að flýta sér og ekki endilega æskilegt. [...] Þetta gengur allt á eðlilegum hraða miðað við umfangið,“ segir hann um feril málsins.

Fallist á endurupptöku í málum fimm manna

Guðmund­ur og Geirfinn­ur Ein­ars­syn­ir hurfu spor­laust árið 1974. Endurupptökunefnd féllst í febrúar á endurupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við mannshvarfsmálin tvö. Verjendur fimmmenninganna sem um ræðir eru: Guðjón Ólafur Jónsson hrl. (Albert Klahn Skaftason), Ragnar Aðalsteinsson hrl. (Guðjón Skarphéðinsson), Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. (Kristján Viðar Júlíusson, áður Kristján Viðar Viðarsson) Jón Magnússon hrl. (Tryggvi Rúnar Leifsson) og Unnar Steinn Bjarndal hrl. (Sævar Marinó Ciesielski).

Áfrýjunarefndin féllst ekki á endurupptöku sjötta sakborningsins, Erlu Bolladóttur.

Með niðurstöðu um endurupptöku er málið núna lögum samkvæmt á þeim stað eins og áfrýjunarstefna hafi verið gefin út eftir dóm undirréttar, þ.e. Sakadóms Reykjavíkur 19. desember 1977. Þar voru þeir Sævar og Kristján Viðar dæmdir í ævilangt fangelsi, sem var fáheyrt.

Endurupptakan snýst um að endurtaka beri meðferð málsins fyrir Hæstarétti, að svo miklu leyti sem Hæstiréttur sér ekki annmarka á því.

Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu 22. febrúar 1980 og mildaði dóma Sakadóms Reykjavíkur. Þar hlaut Sævar 17 ára fangelsi og Kristján Viðar hlaut 16 ára fangelsi.

mbl.is

Innlent »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Engin fékk milljarðana 2,6

20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

„Það hlýnar á morgun“

15:58 Heldur hlýnar á landinu öllu seinnipartinn á morgun og hitastig verður komið réttum megin við frostmark síðdegis og annað kvöld. Þessu fylgir þó einhver rigning, sérstaklega á suðvesturhluta landsins. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...