Nístingskuldi í dag og á morgun

Svona verður staðan klukkan 18.00 í kvöld.
Svona verður staðan klukkan 18.00 í kvöld. Kort/mbl.is

Áfram verður frost og talsverður kuldi á öllu landinu það sem eftir lifir dags og á morgun. Frost hefur farið niður í -15 stig í Húsafelli í dag en fór niður í -18 stig víða á hálendinu í nótt.

„Það hefur ekki orðið kaldara en var í nótt. Klukkan eitt voru -15 stig í Húsafelli,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Birta hlær þegar hún er spurð hvort landsdægurmet falli en það var sett í Möðru­dal árið 1978 er -24,2 stiga frost mæld­ist. „Það þýðir að akkúrat þennan dag, 27. nóvember, hafi ekki mælst meira frost á landinu. Það eru 365 svona met,“ segir Birta.

„Það er kalt á öllu landinu og verður í dag og á morgun. Síðan á miðvikudag fer að hlýna og gerir það fram að helgi,“ segir Birta en þá gætu farið að sjást rauðar hitatölur og rigning.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert