Árneshreppur til umfjöllunar í New York Post

Söguhetjur Justice League í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Reyndar er þetta …
Söguhetjur Justice League í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Reyndar er þetta ekki hin raunverulega verksmiðja heldur nokkurs konar endurgerð hennar í kvikmyndaveri í Bretlandi. Skjáskot/NYPOST.COM

Blaðamaður New York Post fjallar ítarlega um Árneshrepp í grein í ferðahluta vefjar blaðsins. Þar er m.a. sagt frá síldarverksmiðjunni í Djúpavík og mikilli gestrisni hreppsbúa. Tilefnið er frumsýning kvikmyndarinnar Justice League sem tekin var að hluta í hreppnum á síðasta ári. Myndin fjallar um ofurhetjur og í henni fer Ben Affleck með hlutverk Batmans.

Í greininni er Djúpavík m.a. lýst sem einhverju af öðrum heimi. Þar segir að svæðið hafi fljótt heillað leikstjórann og framleiðandann sem tökustaður. „Hér er engin þörf fyrir tæknibrellur, bara gamaldags kvikmyndatöku til að ná hinu náttúrulega umhverfi,“ er m.a. haft eftir framleiðandanum Jim Rowe um tökurnar á Íslandi. Fyrir utan Árneshrepp var einnig tekið upp í Vatnajökulsþjóðgarði. Lykilatriði myndarinnar voru teknir, að því er fram kemur í greininni, á afskekktustu og fegurstu svæðum Íslands. 

Batman (Ben Affleck) stendur og horfir yfir þorpið í Djúpavík.
Batman (Ben Affleck) stendur og horfir yfir þorpið í Djúpavík. Ljósmynd/Warner Bros

Í myndinni Justice League er fjallað um vegferð Batmans til að heiðra minningu Superman með því að safna saman hópi ofurmenna til að stöðva þrjótinn Steppenwolf. „Einstaklega fagurt umhverfi Íslands“ er sagt passa vel við söguþráðinn.

Í einu atriðinu fer Batman til leitar að Aquaman, sem leikinn er af Jason Momoa í myndinni. Þar leikur Öræfajökull m.a. hlutverk. Rowe segir að óbyggðir Íslands hafi rímað vel við þá einangrun sem Batman er að upplifa á þeim tímapunkti.

Í grein New York Post er þess getið að íbúar Árneshrepps séu um fimmtíu og sagt frá sögu síldarævintýrisins í Djúpavík. Við síldarverksmiðjuna hittast einmitt Batman og Aquaman. Útitökurnar voru teknar á staðnum en innitökurnar voru teknar í kvikmyndaveri í Bretlandi þar sem búið var að endurgera verksmiðjuna að ákveðnu leyti.

Rowe lýsir því að eigendur Hótels Djúpavíkur hafi boðið sér og öðrum sem komu að myndinni í veiðiferð áður en tökur hófust í október í fyrra. „Við veiddum einhvern fisk þann dag og þau elduðu hann fyrir okkur um kvöldið,“ segir Rowe.

Í grein New York Post er tekið fram að þó að svæðið sé fámennt og úr alfaraleið sé nóg um að vera fyrir þá sem leggja þangað leið sína. Þar sé boðið upp á göngu- og kayakferðir svo dæmi séu tekin. Að sjálfsögðu er tekið fram að ferðamenn ættu að fara í Krossneslaug í Norðurfirði, sérstaklega að vetri til.

Hér að neðan eru nokkrar af þeim myndum sem leikarinn Jason Momoa birti á Instagram er hann var við tökur í Árneshreppi.

It's crazy in Iceland u just point a shoot. So ancient here. It feels like hawaii but cold.

A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 6:32am PDT

#dreamtime #almosthome

A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 12:08am PDT

Nice and quiet Till Wednesday 😜😜😜ALOHA j

A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 8:22am PDT

Frétt New York Post í heild

  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert