Þjóðarsjóður og fæðingarorlof í sáttmála

Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í morgun.
Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í morgun. mbl.is/Eggert

Í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kemur fram að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður, hvítbók skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur verði hækkaðar til þeirra sem taki það.

Þetta hefur Kjarninn eftir heimildum sínum.

Þar kemur einnig fram að brottfarargjöld verði lögð á og að gistináttagjald muni renna óskert til sveitarfélaga.

Jafnframt verði stofnaður stöðugleikasjóður, svokallaður Þjóðarsjóður, og skipaðar verði þverpólitískar nefndir um endurskoðun á stjórnarskránni og hvort endurskoða þurfi útlendingalögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert