16 tíma bið á bráðadeild „óviðunandi“

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meðalbiðtíminn hjá sjúklingum á bráðadeild eftir því að leggjast inn á sérhæfðar legudeildir Landspítalans var 16 klukkustundir í október. Markmið spítalans er að sjúklingar leggist inn innan sex klukkustunda á legudeildir eftir að hafa lokið sinni bráðameðferð á bráðadeild.

„Við vitum að það er slæmt fyrir sjúklinga. Við vitum að það lengir spítalavistina þeirra og lengir veikindi þeirra. Í sumum tilfellum getur það gert veikindin alvarlegri,” segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, um þessa löngu bið sjúklinga.

Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að bíða í þrjá til fjóra sólarhringa eftir því að komast inn á sérhæfðar legudeildir Landspítalans.  

Þeir sem þurfa að bíða svona lengi eru einkum aldraðir, fjölveikir sjúklingar og sjúklingar sem þurfa að vera í einangrun af einhverjum orsökum.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi.
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Erill og gluggalaus rými 

Jón Magnús segir aðstæðurnar fyrir þá sjúklinga sem þurfi að bíða langtímum saman á bráðadeild ekki viðunandi enda sé deildin ekki hönnuð fyrir slíkt. „Það er stöðugur erill og helmingurinn af rýmunum er gluggalaus. Þetta er alls ekki viðunandi ástand fyrir sjúklingana okkar,” segir hann og vonast til þess að nýja ríkisstjórnin verði í góðu samstarfi við Landspítalann vegna þessa vandamáls og að alvara verði gerð úr því sem standi í stjórnarsáttmálanum.

Sjúkrahúsið á Akranesi.
Sjúkrahúsið á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Aldraðir fluttir til Akraness eða Borgarness

Spurður út í stöðu aldraðra á spítalanum segir hann að á hverjum tíma séu rúmlega eitt hundrað sjúklingar sem hafi lokið sérhæfðri meðferð sem þurfi að komast á dvalar- og hjúkrunarheimili. Af ýmsum ástæðum séu þeir orðnir of veikir eða af öðrum ástæðum ósjálfbjarga og komist ekki heim til sín aftur.

Til að reyna að koma til móts við þetta hefur Landspítalinn opnað 40 rúma rými á Vífilsstöðum. „Það hefur ekki dugað til og þess vegna höfum við gengið til samstarfs við sjúkrahúsið á Akranesi og hjúkrunarheimilið í Borgarnesi um að skjóta skjólshúsi yfir þessa einstaklinga þangað til þeir fá pláss á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu,“ greinir hann frá.

Svandís Svavarsdóttir við er hún tók við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu.
Svandís Svavarsdóttir við er hún tók við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisáðherra komi sterkur inn

Mikið hefur verið fjallað um skort á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða en í stjórnarsáttmálanum er talað um að styrkja rekstrargrundvöll slíkra heimila. Jón Magnús segir vandann með rými á hjúkrunarheimilum vera annað af stóru vandamálum Landspítalans ásamt vaxandi skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

„Við vonumst til að nýr heilbrigðisráðherra komi mjög sterkur inn og vinni með okkur í að leysa úr báðum þessum þáttum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Samningar náðust ekki í kvöld

21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Engin fékk milljarðana 2,6

20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

„Það hlýnar á morgun“

15:58 Heldur hlýnar á landinu öllu seinnipartinn á morgun og hitastig verður komið réttum megin við frostmark síðdegis og annað kvöld. Þessu fylgir þó einhver rigning, sérstaklega á suðvesturhluta landsins. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...