„Ég sé mikið eftir þessu“

Egill Einarsson.
Egill Einarsson. mbl.is/Kristinn

„Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót. Mér finnst ekkert fyndið við þennan pistil í dag, fæ bara hroll þegar ég sé hann.“

Frétt mbl.is: Tilkynnti færslu Gillz til lögreglu

Þetta segir Egill Einarsson um pistil sem hann ritaði árið 2007 þar sem hann talaði um að það þyrfti að beita meðal annars Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Drífu Snædal kynferðisofbeldi. Egill segir að í hvert sinn sem hann sjái pistilinn skammist hann sín. Hann segist hafa haft mjög gaman af því að pirra og hneyksla fólk þegar hann byrjaði að blogga og skrifa pistla á sínum tíma fyrir rúmum áratug.

„Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur á að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. [...] Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert