Mögulega kemur til verkfalls

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Eftir þennan fund er alveg ljóst að það er komin upp pattstaða.“

Þetta segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið, en níundi sáttafundur flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, fór fram í gær.

„Við munum funda aftur á föstudaginn, en ég á ekki von á því að sá fundur breyti neinu,“ bætir hann við. Spurður hvort til verkfalls gæti komið vildi hann ekki útiloka neitt að svo stöddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert