Óskað eftir vitnum að umferðarslysi

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á Bitruhálsi á móts við Bæjarháls mánudaginn 4. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en tilkynnt var um slysið klukkan 10:09. Karlmaður um þrítugt varð þar fyrir bifreið sem ekið var austur Bæjarháls og síðan beygt norður Bitruháls með þessum afleiðingum.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sverrir.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert