Konur í réttarvörslukerfinu stíga fram

156 konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins hafa ...
156 konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang. Ljósmynd/verilymag.com

„Síðan fer ég á barinn til að sækja mér drykk og þá er allt í einu þessi dómari kominn fyrir aftan mig og búinn að setja hendur sínar á brjóst mér.“ Þetta er brot úr einni af 45 frásögnum kvenna í réttarvörslukerfinu. 156 konur í starfsstéttinni hafa skrifað undir yfirlýsingu gegn kynbundnu ofbeldi. 

Ég var á bar ásamt vinum þegar ég hitti dómara sem ég var málkunnug. Hann var nokkuð hress og vildi mikið spjalla, aðallega um málflutning í máli sem hann hafði séð og taldi mig hafa leyst vel úr hendi. Ég var nokkuð upp með mér yfir að dómari í svo hárri stöðu hefði svona mikið álit á mér. Síðan fer ég á barinn til að sækja mér drykk og þá er allt í einu þessi dómari kominn fyrir aftan mig og búinn að setja hendur sínar á brjóst mér. Ég tæklaði þetta eins og ég hafði lært í gegnum tíðina, með því að hlæja og segja honum að láta brjóstin á mér vera. Síðar hefur leitað á mig spurningin, ef ég þarf að flytja mál fyrir þessum dómara, væri hann þá hugsanlega vanhæfur?“

Lögreglustjóri og þingmaður á meðal þeirra sem skrifa undir

45 frá­sagnir í #met­oo-hópi kvenna sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins hafa verið sendar fjölmiðlum. Auk þess hafa konurnar 156 sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. „Kynbundið áreiti, mismunun eða ofbeldi á ekki að líðast og krefjast konur þess að á þær sé hlustað og að allir samverkamenn taki ábyrgð á því að breyta til betri vegar,“ segir í yfirlýsingunni.

Meðal kvenna sem skrifa undir eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og þingmaður Samfylkingarinnar.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hefur skrifað undir #metoo-yfirlýsingu kvenna ...
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hefur skrifað undir #metoo-yfirlýsingu kvenna í réttarvörslukerfinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sögurnar tengjast starfi kvennanna á lögmannsstofum, í dómssal, í laganámi og í löggæslustörfum, svo dæmi séu nefnd.

„Tvítug byrjaði ég í lögreglunni og hef starfað þar í tæp 40 ár. Að hugsa til baka og það sem maður lét yfir sig ganga án þess að þora að mótmæla er varla rithæft. Kynferðisleg áreitni var „daglegt brauð“ og bjó maður sig undir það, eins og hægt var, áður en mætt var á vaktina. Verst var þegar maður var skráður ein í lögreglubíl með einhverjum sem ítrekað reyndi að kyssa mann þrátt fyrir mótmæli,“ segir í einni frásögninni.

Konurnar vilja að vandinn verði viðurkenndur, annars verði engu breytt. „Hlustum á þau sem segja frá og tölum um þetta hvert við annað. Þannig vinnum við okkur saman út úr þessari meinsemd.“  

mbl.is

Innlent »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðlægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blautum vegum víða um land og einnig má búast við skafrenningi, einkum norðan- og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...