Læknirinn, lífið og laglínan

Tónlistin er dægradvöl og gleði mín, segir Haukur Heiðar Ingólfsson, …
Tónlistin er dægradvöl og gleði mín, segir Haukur Heiðar Ingólfsson, hér við hljóðfærið á heimili sínu á Álftanesi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Tónlistin hefur jafnan verið mér hugarfró og góð leið til þess að slaka á. Sú tónlist sem mér fellur best eru ballöður og melódíur; þægileg tónlist með rómantískum blæ, sem stundum er komin frá suðurlöndum. Ameríska söngleikjabókin hefur alltaf verið mér mikil uppspretta í bland við íslenskt og sígilt.“

Þetta segir Haukur Heiðar Ingólfsson, heimilislæknir og píanóleikari í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Út eru komin Bestu lögin, tvöfaldur geisladiskur þar sem Haukur Heiðar leikur á píanó en landsþekktir söngvarar og tónlistarmenn eru honum til fulltingis. Er þetta brot af því besta sem er að finna á sex geisladiskum sem píanóleikarinn hefur sent frá sér á síðastliðnum þrjátíu árum.

Á öðrum disknum nú eru aðeins leikin lög, melódíur og dinnermúsík, en á hinum sungin lög. Haukur Heiðar Ingólfsson hóf tónlistarferilinn á menntaskólaárum sínum norður á Akureyri þegar hann hélt þar úti HH kvintettinum. Áður hafði Haukur lært að spila eftir eyranu og af því að fylgjast með fingrasetningu tónlistarkennarans sem hann var hjá í einn vetur.

Sjá viðtal við Hauk Heiðar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert