Hafnar tillögum jólagjafaráðs

Eins og flestir vita er Stekkjastaur mikill áhugamaður um mjólk …
Eins og flestir vita er Stekkjastaur mikill áhugamaður um mjólk úr ám og finnst hún best beint úr spenanum. Teikning/Brian Pilkington

Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. 

„Ég vil ekki gefa bara eitthvað drasl í skóinn,“ segir Stekkjastaur. „Ég hugsa að ég gefi mörgum Sannar gjafir UNICEF í staðinn. Það hefur gefist vel síðustu ár. Í fyrra fengu margir krakkar til dæmis jarðhnetumauk; þá fá svangir krakkar úti í löndum gjöfina í nafni íslenskra barna. Það er bæði gagnlegt og jólalegt.“

Ekki náðist í formann jólagjafanefndar, Kertasníki, við gerð fréttarinnar.

Það getur verið vandasamt að ákveða hvað skuli gefa í skóinn. Jólasveinarnir eru í óðaönn að undirbúa sig en lenda í smá vandræðum. Bara að þeir vissu af Sönnum gjöfum. Sannar gjafir eru frábærar í skóinn, undir tréð eða við annað fallegt tilefni – hægt er að kaupa gjöf sem bjargar lífi barna hér.

mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jólatagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu.

Móðir gefur barni sínu jarðhnetumauk í Suður Súdan
Móðir gefur barni sínu jarðhnetumauk í Suður Súdan Ljósmynd/UNICEF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert