Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. 

Fyrsta umræða um fjárlögin fer fram í dag. 

Í hádeginu í dag er fundur í fjárlaganefnd. 

Samkvæmt dagskrá Alþingis er stefnt að því að halda áfram að ræða um fjárlögin á morgun laugardag og hefst þingfundur kl. 10:30.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert