Andlát: Arnbjörn Kristinsson

Arnbjörn Kristinsson.
Arnbjörn Kristinsson. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri.

Arnbjörn fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1925, yngstur þriggja sona Ágústu Arnbjörnsdóttur húsfreyju og Kristins Jónssonar verslunarmanns, og var kenndur við Hvíld. Ungur stundaði hann prentnám og tungumálanám heima og erlendis. Hann stofnaði Setberg árið 1950 og samnefnda prentsmiðju 10 árum síðar.

Arnbjörn var ávallt virkur í skátastarfi og stjórnmálastarfi. Hann hafði verið félagi í Alþýðuflokknum í 67 ár þegar hann lést. Hann var heiðursfélagi í Félagi íslenskra bókaútgefenda þar sem hann sat samfleytt í 52 ár í stjórn og gegndi formennsku um skeið. Jafnframt var hann heiðursfélagi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Austurbær.

Arnbjörn var einlægur áhugamaður um bókmenntir, myndlist og sígilda tónlist, einkum óperutónlist.

Arnbjörn starfaði við útgáfu bóka hjá Setbergi allt til ársins 2013, þegar hann lét af störfum vegna aldurs, þá 88 ára. Var hann þá búinn að reka Setberg í 63 ár.

Eftirlifandi eiginkona Arnbjörns er Ragnhildur Björnsson. Börn þeirra eru Guðrún, sem lést 14 ára árið 1977, Ágúst, fæddur 1964, Ásdís, fædd 1965, og Árni Geir, fæddur 1970. Elsta barn Arnbjörns er Arinbjörn, fæddur 1946.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert