Augljóst að allt fer í bál og brand

Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur Trump í vasanum á harðlínumönnum Netanyahus.
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur Trump í vasanum á harðlínumönnum Netanyahus.

Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur bjó í Jerúsalem frá árinu 2014 þangað til í haust. Starfaði þar fyrir sænsk kvenréttinda- og friðarsamtök og segir þá ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, hleypa forsendum friðarviðræðna í uppnám.

„Það vita allir að þessi ákvörðun verður til þess að allt fer í bál og brand á svæðinu,“ segir hún við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Það hefur lengi verið á stefnuskrá bandarískra stjórnvalda að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels en sem hluta af hugmyndinni um tvö ríki hlið við hlið. Trump segir einfaldlega að tími hafi verið til kominn að láta verkin tala.

„Lögin, sem samþykkt voru í Bandaríkjunum árið 1995 þess efnis að sendiráðið í Tel Aviv yrði flutt til Jerúsalem árið 1999, tengdust friðarsamningunum 1993. Þar var gert ráð fyrir því að Jerúsalem yrði sameiginleg höfuðborg Ísraelsmanna og Palestínumanna og hugmyndin að gefinn yrði fimm ára aðlögunartími; að smátt og smátt færðust yfirráð yfir hernumdu svæðunum til Palestínumanna. Það gerðist hins vegar aldrei og staðan í Jerúsalem og hinum hernumdu svæðunum hefur bara versnað. Landtökufólk þar var um 100 þúsund árið 1993 en er nú orðið um 600 þúsund, þar af rúmlega 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Mér finnst eins og ísraelsk stjórnvöld hafi frekar verið að kaupa sér tíma með Oslóarsamningunum 1993 en raunverulega semja um frið. Stjórnvöld í Ísrael eru mjög strategískt og sjá alltaf marga leiki fram í tímann,“ segir Magnea, sem heldur því fram að Trump sé í vasanum á harðlínumönnum í stjórn Netanyahus.

Hægt er að lesa viðtalið við Magneu í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Palestínskir múslimar við Al-Aqsa m-skuna í Jerúsalem í vikunni. Þar …
Palestínskir múslimar við Al-Aqsa m-skuna í Jerúsalem í vikunni. Þar safnast mikil mannfjöldi saman daglega. AFP
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert