Milt veður næstu daga og litlar líkur á hvítum jólum

Hvasst og vætusamt er uppskriftin að veðurfarinu næstu daga og …
Hvasst og vætusamt er uppskriftin að veðurfarinu næstu daga og jafnvel vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Eftir áberandi froststillur og marga heiðríkjudaga eru nú að verða áberandi kaflaskil ef ekki straumhvörf í veðráttunni. Lægðir gerast ágengar og með þeim kemur bæði milt loft og úrkoma sérstaklega sunnanlands og vestan.

Fyrsta lægðin í nýjum kafla berst að landinu í dag, laugardag, þegar hitaskil með SA-átt og mildu veðri fara yfir. Þó mun snjóa upp til fjalla. Skaplegar mun viðra á morgun, sunnudag, en víða verður strekkingsvindur og hiti um eða rétt yfir frostmarki.

„Á mánudag og þriðjudag koma síðan lægðir hver á fætur annarri ef spár ganga eftir með talsverðri rigningu og leysingu. Fólk á sunnan- og vestanverðu landinu ætti því að fylgjast vel með spám þegar nær dregur, því mikið gæti rignt,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert