Jarðskjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

Upptök skjálftans voru á ellefu kílómetra dýpi.
Upptök skjálftans voru á ellefu kílómetra dýpi. Rax / Ragnar Axelsson

Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð að ræða. Upptök skjálftans voru á ellefu kílómetra dýpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert