Arnaldur hefur selt 13 milljónir bóka

Arnaldur Indriðason les úr bók sinni
Arnaldur Indriðason les úr bók sinni mbl.is/Árni Sæberg

Arnaldur Indriðason á mest seldu bók ársins hér á landi, Myrkrið veit. Útlit er fyrir að hún seljist í hátt í þrjátíu þúsund eintökum.

Arnaldur hefur gefið út 21 bók á jafnmörgum árum og þær hafa selst í um hálfri milljón eintaka hér á landi samkvæmt nýjum tölum sem teknar voru saman fyrir Morgunblaðið.

Sala á bókum hans hefur aukist hratt á heimsvísu síðustu ár og nemur nú um 1,1 milljón eintaka ár hvert. Alls hefur Arnaldur selt um 13 milljónir bóka, að því er fram kemur í umfjöllun um vinsældir bóka hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert