Leggja til lækkun tryggingagjalds

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. mbl.is/Hari

Þingflokkur Miðflokksins leggur til að tryggingagjald launa verði lækkað um 0,5 prósentustig, úr 5,4% í 4,9%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í breytingartillögum mbflokksins við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Í tillögum Miðflokksins er einnig kveðið á um að virðisaukaskattur á bækur verði afnuminn nú um áramót, sem þingflokkurinn segir hafa verið loforð ríkisstjórnarinnar. Þverpólitísk sátt var, fyrir kosningar, um afnám virðisaukaskatts af bókum, en það verður þó ekki gert nú um áramót samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Einnig leggur þingflokkurinn til afnám áskriftargjalda af fjölmiðlum en í tilkynningu frá flokknum segir að það sé skref í að jafna stöðu fjölmiðla á samkeppnismarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert