Fjarðarheiði lokuð vegna veðurs

Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður vegna veðurs samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 

Hálka er á flestöllum leiðum og skafrenningur á fjallvegum á Austurlandi. Þæfingur og óveður er á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en þæfingur og skafrenningur á Jökuldal.

Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi og víða éljagangur og skafrenningur. Óveður er á Mývatnsöræfum.

Flughálka er víða í uppsveitum Borgarfjarðar á Vesturlandi. Annars er hálka og snjóþekja en þæfingur á Útnesvegi. Hálka, snjóþekja og þæfingur er á Vestfjörðum.

Hálka, snjóþekja og éljagangur er á Suðausturlandi. Flughálka er í Eldhrauni og óveður við Hvalnes.

Hálkublettir eru víða á Reykjanesi en greiðfært er á höfuðborgarsvæðinu og á Kjalarnesi. Á Suðurlandi er hálka og snjóþekja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert