Nasa-salur rifinn og endurbyggður

Þannig verður salurinn eftir að honum verður komið í upprunalegt …
Þannig verður salurinn eftir að honum verður komið í upprunalegt horf. Tölvuteiknuð mynd

Nasa-salurinn svonefndi við Thorvaldsensstræti í Reykjavík verður rifinn á næstunni og síðan endurbyggður í upprunalegri mynd í samráði við sérfræðinga Minjastofnunar.

Byggingarfulltrúi borgarinnar hefur samþykkt að heimila niðurrifið, en eftir er að veita leyfi fyrir öðrum verkþáttum þannig að framkvæmdir hefjast ekki fyrr en í vor. Stefnt er að því að byggingin verði tilbúin til notkunar á næsta ári, að því er segir í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nasa-salurinn, sem er viðbygging frá 1942 við gamla timburhúsið frá 1878 við Thorvaldsensstræti 2, var friðlýstur af forsætisráðherra í desember 2013. Upphaflega stóð til að rífa bygginguna og var friðlýsingin viðbrögð við háværum mótmælum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert