Syrpa af myndum ársins

Glódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla …
Glódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir, fórnarlömb Róberts Downeys, fá sér allar sams konar húðflúr. Umsögn dómnefndar: Ekki er annað að sjá en að hér sé eitthvað alvanalegt að gerast. Húðflúr sem ristir ekki djúpt. Vinkonur saman. Það er þó víðsfjarri öllum sanni og myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017. Konurnar, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir, urðu allar fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sama manns. Reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið Höfum hátt sem ásamt öðru varð til þess að ríkisstjórn landsins féll. Ljósmyndarinn hefur fangað viðkvæma stund. Fjórar manneskjur að tengjast eilífum böndum, sem fórnarlömb og sem aðgerðasinnar. Nína Rún Bergsdóttir og stoðirnar hennar þrjár allar að fá sér sama húðflúrið: „I am the storm“. Myndræn samfélagsleg straumhvörf. Ljósmynd/Stefán Karlsson

Í gær var opnuð árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara í Esju, austurhluta Hörpu, og við opnunina voru nokkrum ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2017.

Veitt voru verðlaun í 7 flokkum auk bestu myndar ársins. Mynd ársins 2017 tók Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, og er það mynd af Nínu Rún Bergsdóttur sem situr í stól húðflúrara sem er að flúra „I am the storm“ á öxl Nínu. Hún er þar ásamt konum sem allar fengu sér sama húðflúrið og höfðu allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu sama manns. Myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017 því reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið „Höfum hátt“.

Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Eyþór Árnason sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndröð ársins og portrait ársins, Kristinn Magnússon sem átti bestu íþróttamynd ársins, Hörður Sveinsson sem tók bestu umhverfismynd ársins, Heiðdís G. Gunnarsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Aldís Pálsdóttir sem tók tímaritamynd ársins 2017.

Sjö dómarar völdu 105 myndir á sýninguna í ár úr 732 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Auðunn Níelsson, Helga Laufey Guðmundsdóttir, Gígja Einarsdóttir, Gunnar Sverrisson, Valdimar Thorlacius, Þórdís Erla Ágústsdóttir og sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Leitin að Birnu Brjánsdóttur. Umsögn dómnefndar: Birnu Brjánsdóttur var leitað …
Leitin að Birnu Brjánsdóttur. Umsögn dómnefndar: Birnu Brjánsdóttur var leitað um afar víðáttumikið svæði ‒ svo stórt var það að leitarfólkið virðist agnarsmátt andspænis eilífðinni. Myndmál ljósmyndarans, sem aðeins er lágvært hvísl, bergmálar sem örvæntingarfullt öskur í auðninni. Stundum verður það sem vantar í myndina einmitt augljósasti punkturinn í henni. Ljósmynd/Eyþór Árnason
Móðir gefur fjögurra daga gömlu barni brjóst og stóri bróðir …
Móðir gefur fjögurra daga gömlu barni brjóst og stóri bróðir passar upp á móður sína. Umsögn dómnefndar: Hér hefur tekist að fanga eitt af undrum hversdagsleikans. Fjarri venjulegum öfgum blaðaljósmynda skynjum við hér kjarna mannlegrar tilveru. Svona er lífið. Þessi friðsæla mynd sem snertir okkur í hjartastað og fær okkur til að brosa hið innra. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Ísland skorar eitt af átta mörkum í 8-0-sigri. Umsögn dómnefndar: …
Ísland skorar eitt af átta mörkum í 8-0-sigri. Umsögn dómnefndar: Eitt af öflugustu fótboltaliðum heims skorar mark fyrir tómum áhorfendastúkum. Það hlutskipti þekkir kvennalandsliðið í fótbolta ofurvel. Ljósmyndin er táknræn fyrir þann ójöfnuð sem ríkir milli kynjanna í íþróttaheiminum. Þetta er nýtt sjónarhorn, íþróttamynd með pólitíska tilvísun. Ljósmynd/Kristinn Magnússon
„Hann vildi fá að deyja meðan hann vissi enn hver …
„Hann vildi fá að deyja meðan hann vissi enn hver hann var.“ Sylviane Lecoultre Pétursson studdi eignmann sinn Steinar Pétursson þegar hann fór til Sviss að fá dánaraðstoð eftir að hafa greinst með illkynja heilaæxli. Umsögn dómnefndar: Sorgin ‒ sýnd með sjónrænum hætti. Sagan af Sylviane Lecoultre Pétursson og eiginmanni hennar. Ljósmyndarinn dregur fram líkamstjáningu og svipbrigði Sylviane í ljóðrænni birtu sem varpar daufum skugga á vegginn, táknrænum skugga fyrir það sem ekki lengur er. Eiginmaður hennar barðist við krabbamein og valdi að fara til Sviss til að enda líf sitt. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Kirkjufell Umsögn dómnefndar: Það er ekki að undra að enska …
Kirkjufell Umsögn dómnefndar: Það er ekki að undra að enska orðið fyrir ljósmyndun, photography, þýðir bókstaflega „að skrifa með ljósi“. Kirkjufell, hið þekkta og margmyndaða fjall, birtist oftar en ekki þannig að ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur. Myndina má túlka á ólíka vegu. Hún býður dulúðinni heim. Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Sonja er eikynhneigð; hana langar hvorki að stunda kynlíf með …
Sonja er eikynhneigð; hana langar hvorki að stunda kynlíf með strák né stelpu. Umsögn dómnefndar: Styrkur og viðkvæmni. Í þessari myndrænu útfærslu er sterkum kynlausum einstaklingi, sem hefur staðsett sig utan hins hefðbundna í samfélaginu, komið frábærlega til skila. Augun eru biðjandi og ögrandi í senn, þau horfa á heiminn frá allt öðrum sjónarhóli en þeirra sem aðhyllast viðtekin viðhorf samfélagsins. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Myndaröð ársins. Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum. Íbúar á tjaldsvæðinu í …
Myndaröð ársins. Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum. Íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa myndað þétt og samhent samfélag þar sem þeir hjálpast að og náungakærleikurinn ræður ríkjum. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Svanur gafst upp á því að finna húsnæði …
Myndaröð ársins. Svanur gafst upp á því að finna húsnæði þar sem hann mætti hafa hundinn sinn, Kleó, og bjó þess í stað í jeppanum sínum í nokkra mánuði áður en hann keypti sér húsbíl. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Bebba hefur beðið eftir félagslegri íbúð hjá Akureyrarbæ …
Myndaröð ársins. Bebba hefur beðið eftir félagslegri íbúð hjá Akureyrarbæ í fjögur ár. Hún er númer 44 á biðlista og þarf jafnvel að bíða í fjögur ár í viðbót. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Kjartan Theódórsson er orðinn landsþekktur sem Kjarri tjaldbúi, …
Myndaröð ársins. Kjartan Theódórsson er orðinn landsþekktur sem Kjarri tjaldbúi, en hann heldur úti vinsælum snapchatreikningi þar sem hann segir meðal annars frá lífinu í Laugardalnum. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Garðar bjó í bílnum áður en hann flutti …
Myndaröð ársins. Garðar bjó í bílnum áður en hann flutti yfir í lítið kúlutjald svo hann gæti teygt úr sér. Síðar náði hann að safna sér fyrir húsbíl. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Gylfi Ægisson býr í húsbíl ásamt þremur köttum, …
Myndaröð ársins. Gylfi Ægisson býr í húsbíl ásamt þremur köttum, en hann átti erfitt með að finna leiguhúsnæði þar sem gæludýr væru leyfð. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Svanur fyrir utan húsbílinn sinn.
Myndaröð ársins. Svanur fyrir utan húsbílinn sinn. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Myndaröð ársins. Íbúar eru margir hverjir búnir að skreyta fyrir …
Myndaröð ársins. Íbúar eru margir hverjir búnir að skreyta fyrir jólin. Einhverjir verða hjá ættingjum yfir hátíðarnar en aðrir í Laugardalnum. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert