Forsetinn á ráðstefnu í Mexíkó

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tekur í dag og á morgun þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni hafsins í Mexíkó.

Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist undir heitinu World Ocean Summit og sækja hana þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins, að því er segir í tilkynningu.

Á ráðstefnunni mun forsetinn meðal annars ræða um sjálfbærni í íslenskum sjávarútvegi, hættuna af mengun sjávar og málefni norðurslóða. Einnig mun hann eiga fund með forseta Mexíkó, Enrique Peña Nieto.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert