Lána 25 rafreiðhjól

Hjólreiðar eru vinsæl íþrótt og um leið samgöngutæki.
Hjólreiðar eru vinsæl íþrótt og um leið samgöngutæki. Af vef Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg ætlar í sumar að lána áhugasömum einstaklingum rafreiðhjól í 5 – 6 vikur til að komast ferða sinna.  Með þessu framtaki vill borgin hvetja fólk til umhverfisvænni ferðavenja, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Í boði verða 25 reiðhjól og fær fyrsti hópurinn þau afhent um miðjan apríl. Þau sem verða svo lánsöm að fá rafhjól til afnota í sumar undirgangast þá skyldu að svara spurningum sem varpa ljósi á ferðahegðun og þarfir rafreiðhjólafólks. Einnig er skylda að nota hjólin til að komast til og frá vinnu þrisvar sinnum í viku hið minnsta. Alls stendur 100 manns til boða að taka þátt í þessu tilraunaverkefni,“ segir í fréttatilkynningu.

 Nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert