80% svifryks koma frá bílaumferð

Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík
Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík mbl.is/Kristinn Magnússon

Vorhreinsun stendur nú yfir á götum og stígum í Reykjavík. Fyrst er ráðist í að hreinsa fjölförnustu leiðir, stofnbrautir og tengigötur, auk helstu göngu- og hjólastíga. Að því loknu verði húsagötur hreinsaðar.

Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að Reykjavíkurborg hreinsar um 400 kílómetra af götum og um 800 kílómetra af stígum. Þá eru ótaldar stofnbrautir innan borgarmarkanna sem eru á forræði Vegagerðarinnar, svo sem Miklabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut.

Reykjavík hreinsar götur og stíga kerfisbundið tvisvar á ári. Flestar götur eru þvegnar einu sinni á ári, stígar eingöngu sópaðir. Auk þess er kallað út sérstaklega ef með þarf. „Heilbrigðiseftirlit kallar út í rykbindingu, sem að mestu er framkvæmd á þjóðvegum í þéttbýli,“ segir í skriflegu svari Reykjavíkurborgar.

Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að miðað væri við að götur væru hreinsaðar fjórum sinnum á ári. „Fjárveitingarnar miðast við þessi fjögur skipti en það væri auðvitað æskilegra að gera þetta oftar,“ segir Bjarni Stefánsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni. 

48,8% malbik og 31,2% sót

Svifryksmengun í höfuðborginni hefur ekki farið fram hjá íbúum. Hávær gagnrýni hefur verið sett fram á ástand gatnakerfisins og umhirðu þess. 

„Talað er um að rykbinding vari í hvert skipti 1-3 daga allt eftir aðstæðum. Veðurfar hefur mjög mikil áhrif á niðurstöður hverju sinni og stundum er erfitt að segja til um það hvort sópun/þvottur hafi haft áhrif tiltekna daga,“ segir í svari Reykjavíkurborgar.

Samsetning svifryks hefur reglulega verið könnuð í gegnum tíðina. Nýjustu mælingar voru kynntar í skýrslu Eflu verkfræðistofu sumarið 2017 en þær eru frá árinu 2015. Þar kom í ljós að svifryk í Reykjavík (PM10) skiptist í malbik 48,8%, sót 31,2%, jarðveg 7,7%, bremsur 1,6% og salt 3,9%.

Greinin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert