Björgunarsveitir aðstoða ökumenn á Austurlandi

Mynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Rétt fyrir klukkan sex í dag voru björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út vegna fjölda bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði og Fagradal. Gott veður hefur verið á Austurlandi í dag en síðdegis fór að hvessa og skall snögglega á vont veður eins og spáð hafði verð.  

Hópar frá björgunarsveitunum á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Jökuldal og Reyðarfirði eru nú að störfum að aðstoða ökumenn og farþega þeirra bíla sem komast ekki leiðar sinnar.

Björgunarsveitarmenn á staðnum segja að það sjáist nánast ekki fram fyrir húddið á bílnum, svo lítið sé skyggnið. Þeim hefur tekist að snúa einhverjum bílanna við og eru að aðstoða þá sem sitja fastir. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert