Ekkert sem bendir til saknæms athæfis

Hrunhætta er á brunastað, en rannsókn annarra þátta er hafin.
Hrunhætta er á brunastað, en rannsókn annarra þátta er hafin. mbl.is/Eggert

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í tengslum við eldsvoðann í Miðhrauni í Garðabæ í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem segir rannsókn á eldsupptökum vera skammt á veg komna. Í því sambandi ráði mestu að hrunhætta er á brunavettvangi og „því hefur tæknideild lögreglu ekki enn getað athafnað sig þar eins og vera skyldi, en vonir standa til að úr því megi bæta eftir helgina, eða fyrr“, að því er segir í tilkynningunni.

Rannsókn annarra þátta málsins er þó í fullum gangi og strax í gær hófst vinna við öflun ganga, m.a. úr eftirlitsmyndavélum og með skýrslutökum af vitnum. Þá  hefur brunavettvangurinn  verið lokaður af og er vaktaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert