Framkvæmdir við nýja ylströnd gætu hafist 2019

Ylströndin sést fyrir miðri mynd í drögum að deiliskipulagi.
Ylströndin sést fyrir miðri mynd í drögum að deiliskipulagi.

„Það eru örugglega mjög margir sem eru spenntir fyrir því að fá aðra ylströnd í borgina. Gufunesið er mjög spennandi svæði og ég held að þetta yrði frábær viðbót,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Morgunblaðið greindi frá því í október að á teikniborðinu væru tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík; í Gufunesi og við Skarfaklett. Settur var á fót starfshópur með fulltrúum Veitna, ÍTR og borgarinnar og niðurstaða hans liggur nú fyrir: Þessar tvær staðsetningar verða settar í forgang.

Dagur segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ylströndin í Gufunesi sé nær í tíma en sú við Skarfaklett. Deiliskipulag fyrir Gufunesið verður auglýst í þessum mánuði en þar á sem kunnugt er að rísa kvikmyndaþorp og íbúabyggð. „Ráðgjafar okkar hafa viljað bæta ylstrandarhugmyndunum þar inn svo þær verði hluti af heildarhugsun og skipulagi hverfisins frá upphafi,“ segir borgarstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert