Makrílkvótanum úthlutað

Makríll.
Makríll. mbl.is/Börkur Kjartansson

Gefin hefur verið út reglugerð um makrílveiðar í ár og er alls úthlutað tæplega 135 þúsund tonnum.

Frá þeirri tölu dragast rúm níu þúsund tonn vegna bráðabirgðaákvæða og 1.500 tonn vegna framlags til Rússa, skv. samkomulagi sem gert var í vetur. Ekki er samkomulag um stjórnun makrílveiða í NA-Atlantshafi.

Að mestu leyti er reglugerðin í samræmi við það sem gilt hefur undanfarin ár. Þó er sú breyting gerð á að vinnsluskylda er ekki lengur skilyrði enda veiðar og vinnsla síðustu ár verið í þeim farvegi að langmest af makrílnum hefur farið í frystingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert