Arnþór leiðir Sósíalistaflokkinn í Kópavogi

mbl.is/Hjörtur

Arnþór Sigurðsson, kjötiðnaðarmaður, forritari og stjórnarmaður í VR, leiðir lista Sósíalistaflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í öðru sæti er María Pétursdóttir, myndlistarmaður, kennari og öryrki, og í því þriðja Rúnar Einarsson afgreiðslumaður.

Hér fyrir neðan má sjá framboðslistann í heild sinni:

  1. Arnþór Sigurðsson, kjötiðnaðarmaður, forritari og stjórnarmaður í VR
  2. María Pétursdóttir, myndlistarmaður, kennari og öryrki
  3. Rúnar Einarsson afgreiðslumaður
  4. Hildigunnur Þórsdóttir Saari námsmaður
  5. Alexey Matveev skólaliði
  6. Ásdís Helga Jóhannesdóttir íslenskukennari
  7. Eiríkur Aðalsteinsson afgreiðslumaður
  8. Edda Jóhannsdóttir, blaðamaður og öryrki
  9. Lucyna Dybka, vinnur við aðhlynningu á Landakotsspítala
  10. Elísabet Viðarsdóttir stuðningsfulltrúi
  11. Ágúst V. Jóhannesson matreiðslumaður
  12. Sólveig María Þorláksdóttir skrifstofumaður
  13. Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og eftirlaunakona
  14. Ali Conteh aðstoðarkokkur
  15. Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari í rafiðnum
  16. Helga Guðmundsdóttir ritari
  17. Kolbrún Valvesdóttir verkakona
  18. Ída Valsdóttir afgreiðslukona
  19. Þorvar Hafsteinsson hönnuður
  20. Össur Ingi Jónsson forritari
  21. Jón Baldursson, smiður og eftirlaunamaður
  22. Örn G. Ellingsen heimspekingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert