Rannsaka afhendingu Barnaverndarstofu á gögnum

Barnaverndarstofa lét fjölmiðlunum í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, m.a. …
Barnaverndarstofa lét fjölmiðlunum í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, m.a. deilur foreldra um umgengnisrétt við börn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Persónuvernd hefur að eigin frumkvæði hafið rannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun.

Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, m.a. deilur foreldra um umgengnisrétt við börn. Nöfn og kennitölur voru afmáð úr gögnunum, en engu að síður er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða og ætlar Persónuvernd sér að rannsaka það.

Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra að málið sé alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ sagði Ásmundur Einar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert