Skora á borgaryfirvöld

Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

„Ástandið er nú þegar mjög slæmt og ef menn gera ekkert þá verður það mjög alvarlegt. Okkur gremst að það er ekkert verið að gera,“ segir Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

Félagið sendi frá sér harðorða ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi í vikunni. Skorað er á skólayfirvöld í Reykjavík að bregðast nú þegar við alvarlegri stöðu kennara í grunnskólum borgarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Jón Ingi segir í samtali við Morgunblaðið að „gríðarleg óánægja“ sé meðal kennara, annars vegar vegna þess að ekki hafi verið samið um kaup og kjör, en einnig að ekki sé hlúð nægjanlega að kennarastéttinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert