Ætlað samþykki líffæragjafar orðið að lögum

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson í þingsal.
Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson í þingsal. mbl.is/Árni Sæberg

Frumvarp framsóknarþingfólksins Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Þórssonar um ætlað samþykki við brottnámi líffæra úr látnum einstaklingi var samþykkt á Alþingi skömmu fyrir hádegi.

52 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en tveir sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Lögin öðlast gildi 1. janúar á næsta ári.

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir því að það megi nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert