Nýrnabilun og lifrarskemmdir algengari

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikilvægt er að líffæragjöfum fjölgi hérlendis vegna þess að nýrnabilun og lifrarskemmdir verða sífellt algengari hérlendis.

Þetta segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans, í samtali við RÚV.

Alls hafa 100 Íslendingar gefið líffæri og um 450 Íslendingar hafa fengið líffæraígræðslu. Í um fimmtán prósentum tilvika í fyrra var því hafnað að gefa líffæri.

Hér á landi hófust líffæraígræðslur árið 2003 með líffærum frá lifandi líffæragjöfum.

Sykursýki er algengasta orsök nýrnabilunar á lokastigi. „Hún hefur verið minna vandamál hér en hjá mörgum þjóðum en það eru breytingar að eiga sér stað og tíðni slíkra sjúkdóma fer vaxandi,“ segir Runólfur, í samtali við RÚV, og nefnir einnig að skorpulifur vegna áfengismisnotkunar hafi aukist. 

Ný lög um ætlað samþykki vegna líffæragjafar tóku gildi hér á landi 1. janúar síðastliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert