Allir sjálfkrafa gjafar eftir áramót

Húsfyllir Vel var mætt á fundinn sem haldinn var á …
Húsfyllir Vel var mætt á fundinn sem haldinn var á sjúkrahúsinu. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

„Það verður ekki lengur haldin sérstök skrá yfir þá einstaklinga sem hafa samþykkt að vera líffæragjafar. Þess í stað verður einungis haldin skrá yfir þá sem vilja ekki gefa líffæri sín,“ segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við Morgunblaðið.

Alþingi samþykkti 6. júní síðastliðinn breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991. Breytingin er á þann veg að allir verða nú sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Gerir frumvarpið þannig ráð fyrir „ætluðu samþykki“ í stað „ætlaðrar neitunar“ vegna líffæragjafar líkt og kveðið er á um í núgildandi lögum.

Nýju lögin munu taka gildi 1. janúar 2019. Af því tilefni var í gær haldinn fræðslufundur með heilbrigðisstarfsfólki á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru yfirlæknir og læknir á Landspítala auk fulltrúa landlæknis.

Embætti landlæknis fagnar þessari lagabreytingu og segir Íslendinga þar með að stíga sama skref og allflestar þjóðir í Evrópu sem byggja löggjöf sína um líffæragjafir á ætluðu samþykki einstaklinga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert