Deilt um ágæti nýju brúarinnar

Leið um Reykhóla sem nefnd er R-leið í skýrslu Multiconsult …
Leið um Reykhóla sem nefnd er R-leið í skýrslu Multiconsult hét leið A í matsáætlun Vegagerðarinnar og var hafnað á grundvelli kostnaðar, umferðaröryggis og lengingar akstursvegalengda miðað við aðrar leiðir.

„Það sem við þurfum fyrst og fremst er betri sátt og friður um veglagninguna,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður í Norðvesturkjördæmi, um nýjar tillögur um úrbætur á Vestfjarðavegi.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær kynnti norska verkfræðistofan Multiconsult nýjar leiðatillögur á svæðinu þar sem Vestfjarðavegur myndi renna vestur fyrir Reykjanes um Reykhóla og brú væri lögð yfir mynni Þorskafjarðar. Átök um vegaumbætur á svæðinu eiga sér margra ára sögu og hefur náttúruverndarsvæðið Teigsskógur verið eitt helsta deiluefnið.

„Þessi nýja veglína hefur ákveðna galla,“ segir Haraldur og nefnir þá sérstaklega veginn sem myndi renna um Reykjanesið. „Þetta þverar í sundur bújarðir. Fyrst verða menn að ná samkomulagi við þá bændur til þess að þetta verði ekki til þess að eyðileggja búskap þeirra,“ segir Haraldur og segist vita til þess að bændur hafi áhyggjur af þessu. „Mér heyrist talsvert langt í land hvað varðar samkomulag um þetta,“ segir Haraldur í Morgunblaðinun í dag en bætir við: „Ég ber virðingu fyrir þessari viðleitni Reykhólasveitar til að reyna að leita sátta. Ég held að það sé það sem við þurfum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert