Leita manns vegna nauðgunarákæru

Maðurinn er eftirlýstur á vefsíðu Interpol.
Maðurinn er eftirlýstur á vefsíðu Interpol. mbl.is/Eggert

Interpol hefur gefið úr handtökuskipan að beiðni íslenskra yfirvalda vegna manns sem grunaður er um nauðgun. Maðurinn, Hermn Rasul Hamd, fór úr landi áður en ákæra vegna nauðgunar var birt. 

Samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Interpol er Hamd 33 ára gamall Íraki. Hann er 1,77 metrar á hæð og talar bæði sænsku og kúrdísku. Sú krafa er gerð að aðildarríki Interpol leiti Hamd og handtaki, þannig að hægt sé að framselja hann til Íslands.

Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, vildi í samtali við RÚV ekki gefa upp hvenær mál Hamds kom upp. Hún sagði að yfirleitt væri ekki óskað eftir þvi að lýst væri eftir fólki á vef Interpol vegna vægra brota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert