Vill leggja niður skrifstofuna

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ásamt Eyþóri Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í …
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ásamt Eyþóri Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst leggja það til í síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar að stjórnkerfi borgarinnar verði einfaldað með því að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar verði lögð niður.

„[Þ]að er sú skrifstofa sem haft hefur með höndum framúrkeyrsluverkefni á borð við Braggann og Hlemm. Verkefnin eru jákvæð en ættu réttilega að vera afurð einkaframtaksins - ekki gæluverkefni sveitarfélags. Fjálgleg ráðstöfun skattfjár til uppbyggingar kaffihúsa og veitingastaða hefur bitnað á grunnþjónustu borgarinnar,“ segir Hildur á Facebook.

„Ég mun leggja til að lögmælt verkefni skrifstofunnar verði færð til skipulagssviðs. Þau verkefni sem ekki eru almennt á forræði sveitarfélaga verði færð í hendur einkaaðila. Ráðstöfunin mun fela í sér talsverða hagræðingu, heilbrigða forgangsröðun og betri meðferð almannafjár.“

Hildur hyggst á fundi borgarstjórnar mæla fyrir einföldun stjórnkerfisins, útsvarslækkunum, auknum stuðningi við sjálfstæða skóla og jöfnum tækifærum fyrir börnin í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert